Almannatryggingar

Þriðjudaginn 18. febrúar 1997, kl. 17:54:30 (3664)

1997-02-18 17:54:30# 121. lþ. 72.9 fundur 163. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur

[17:54]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég fékk ekki svar við því af hverju hv. þm. telur eðlilegt að maður sem verður ellilífeyrisþegi og síðan örorkulíferisþegi, segjum að hann verði öryrki eftir að hann verður ellilífeyrisþegi, við sjötugt, eigi að fá minni lífeyri en sá sem verður fyrst öryrki og síðan ellilífeyrisþegi.