Vatnsorka utan miðhálendisins

Miðvikudaginn 19. febrúar 1997, kl. 14:04:42 (3703)

1997-02-19 14:04:42# 121. lþ. 73.3 fundur 316. mál: #A vatnsorka utan miðhálendisins# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., Fyrirspyrjandi ÁMM
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur

[14:04]

Fyrirspyrjandi (Árni M. Mathiesen):

Herra forseti. Að undanförnu hefur orðið mikil umræða um það hvernig stóriðja með tilheyrandi orkuöflun og ferðamennska sem byggir á náttúruvernd og náttúruskoðun og dvöl úti í náttúrunni geti farið saman. Ég hef af því tilefni lagt fram svohljóðandi fyrirspurn til hæstv. iðnrh.:

,,Hversu mikið er hægt að virkja af vatnsorku utan miðhálendisins svo hagkvæmt sé?``