Vatnsorka utan miðhálendisins

Miðvikudaginn 19. febrúar 1997, kl. 14:12:43 (3706)

1997-02-19 14:12:43# 121. lþ. 73.3 fundur 316. mál: #A vatnsorka utan miðhálendisins# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., TIO
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur

[14:12]

Tómas Ingi Olrich:

Virðulegi forseti. Um leið og ástæða er til þess að þakka hv. þm. Árna M. Mathiesen fyrir að leggja fram þessa fyrirspurn er kannski rétt að velta því fyrir sér hvort sé ekki kominn tími til þess að skoða mjög rækilega og frá grunni hvernig hægt er að samhæfa þá hagsmuni sem liggja annars vegar í orkugeiranum og hins vegar í ferðamálum og umhverfismálum. Og þá mætti kannski spyrja hæstv. iðnrh. hvort sé verið að athuga það, á vegum iðnrn. eða ríkisstjórnarinnar í heild, hvernig taka megi á þessum hagsmunamálum sem oft á tíðum er fjallað um sem dæmigerð árekstramál. En að mínu viti þyrfti að tala um málið með það í hyggju að ef við ætlum að bæta hagvöxt þjóðarinnar til lengri tíma þá þurfum við að taka tillit til orkumála, ferðamála og umhverfismála í heild þannig að þetta kallar á heildarskoðun.