Biðlistar í heilbrigðisþjónustu

Fimmtudaginn 20. febrúar 1997, kl. 11:48:24 (3758)

1997-02-20 11:48:24# 121. lþ. 75.6 fundur 210. mál: #A biðlistar í heilbrigðisþjónustu# þál., HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur

[11:48]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Það er svo sem ekki miklu við að bæta. Sem betur fer tala ekki allir sama rómi og áherslur eru ólíkar. Það var mikilvægt að fá það einnig inn í umræðuna að fólk á landsbyggðinni hefur líka þörf fyrir þjónustu í heimabyggðum sínum og til þess að minnka álagið á sjúkrahúsunum hér í Reykjavík er eðlilegt að nýta einnig það sem hægt er að nýta fyrir Reykvíkinga og aðra væntanlega á þeim sjúkrahúsum. Sem sagt að auka héraðshlutdeild þeirra og auka líka aðgerðir á öðrum svæðum.

Síðan vil ég vísa því á bug að skorið hafi verið niður til heilbrigðismála í fjárln. og ég bið hv. þm. eingöngu að lesa fjárlög sem voru afgreidd héðan frá Alþingi fyrir jól og sjá tölurnar hvort skorið hafi verið niður eða bætt við.