Biðlistar í heilbrigðisþjónustu

Fimmtudaginn 20. febrúar 1997, kl. 12:02:19 (3764)

1997-02-20 12:02:19# 121. lþ. 75.6 fundur 210. mál: #A biðlistar í heilbrigðisþjónustu# þál., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur

[12:02]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. fyrir þetta yfirgripsmikla svar á stuttum tíma. Ég get tekið undir það að ég tel þessa dönsku leið vera leið sem hefur skilað árangri. Og eins og kom fram í máli hv. 13. þm. Reykv. áðan þá hefur þessi leið verið farin og vitnaði hann til hv. þm. Sighvats Björgvinssonar sem var með fjárveitingar í að stytta biðlista eftir ákveðnum aðgerðum og gafst það ágætlega. Frekari umræðu um sparnað á höfuðborgarsvæðinu ætla ég að geyma til síðari tíma en minni á að hér er aðalheilbrigðisþjónustan, þ.e. bæði hátæknisjúkrahúsin stóru eru hér og sinna öllu landinu. Við skulum hafa það hugfast þegar við ræðum þessi mál.