Biðlistar í heilbrigðisþjónustu

Fimmtudaginn 20. febrúar 1997, kl. 12:20:40 (3778)

1997-02-20 12:20:40# 121. lþ. 75.6 fundur 210. mál: #A biðlistar í heilbrigðisþjónustu# þál., ÁRJ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur

[12:20]

Ásta R. Jóhannesdóttir (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég tel ekki unnt að halda áfram þessari umræðu um þáltill. um biðlistana án þess að hæstv. heilbrrh. verði viðstödd og fer því fram á að henni verði frestað þangað til hæstv. ráðherra verður komin í hús. Ég er einn af flutningsmönnum sambærilegs máls sem við jafnaðarmenn lögðum fram fyrr á þessu þingi sem er beiðni um skýrslu um allar þær upplýsingar sem óskað er eftir í þessari þáltill. og þegar er búið að vinna í ráðuneytinu að sögn hæstv. ráðherra. Ég tel því mjög mikilvægt ef við ætlum að halda þessari umræðu áfram að hæstv. ráðherra komi hér í hús og upplýsi okkur um það hvort þörf sé á að þetta mál verði lagt fram, hvort þessi þáltill. sé ekki óþarft þingmál, þar sem þegar er búið að leggja málið fram fyrr á þinginu og vinna þá vinnu sem óskað er eftir. Ég held líka að mál hafi farið í þann farveg við þessa umræðu að það sé nauðsynlegt að hæstv. ráðherra komi að umræðunni og fer því fram á það við hæstv. forseta að umræðunni verði frestað þangað til hæstv. ráðherra er kominn í hús.