1997-02-20 14:11:21# 121. lþ. 75.7 fundur 308. mál: #A fræðsla til að búa nemendur í framhaldsskóla undir þátttöku í samfélaginu# þál., SJóh (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur

[14:11]

Sigríður Jóhannesdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil taka mjög undir að það er auðvitað nauðsynlegt að nýta sér kennsluefni úr umhverfinu. En því miður dugar það ekki alltaf og t.d. námsefni sem bankarnir hafa verið að gera af góðum hug er ekki að öllu leyti mjög hentugt í kennslu hafa þeir kennarar sagt mér sem eru að fást við þetta. Fíkniefnafræðsluefni sem ýmis góðviljuð samtök hafa staðið að, vafalaust í bestu meiningu, hefur reynst mjög gallað og samið á öðrum málsvæðum og menningarsvæðum og hentar hreinlega ekki okkar lífsstíl og hugsunarhætti. Þess vegna held ég að sé afar mikilvægt að opinbert fjármagn komi í það að semja heildstætt námsefni í þessari lífsleikni, ef svo má kalla það, og svo má þá bæta við og hafa sem ítarefni allt mögulegt sem til fellur úr umhverfinu.