Vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

Þriðjudaginn 25. febrúar 1997, kl. 13:36:33 (3888)

1997-02-25 13:36:33# 121. lþ. 77.3 fundur 266. mál: #A vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum# (veiðar jarðeiganda) frv., Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur

[13:36]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Við umræðurnar í gær kom fram tillaga frá flutningsmanni um að máli þessu yrði vísað til hv. landbn. Við það voru hins vegar gerðar athugasemdir þar sem þessi málaflokkur heyrir undir umhvrn. og lögin voru til umfjöllunar hjá hv. umhvn. á sínum tíma. Forseti vill því spyrja hvort gerð sé formleg tillaga um aðra nefnd, því hann lítur svo á að það hafi ekki enn verið gert. Komi fram önnur tillaga verður að sjálfsögðu að hafa atkvæðagreiðslu um nefndina. Er gerð tillaga um aðra nefnd? (Gripið fram í: Um umhvn.) Það liggja þá fyrir tvær tillögur og verða fyrst greidd atkvæði um fyrri tillöguna, en sú tillaga gekk út á það að málinu yrði vísað til landbn. En áður en atkvæðagreiðslan fer fram greiðum við atkvæði um það að vísa málinu til 2. umr.