Námulög

Þriðjudaginn 25. febrúar 1997, kl. 13:40:07 (3889)

1997-02-25 13:40:07# 121. lþ. 77.5 fundur 277. mál: #A námulög# (náttúruvernd) frv., Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur

[13:40]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Það stendur líkt á um 5. dagskrármálið og um það 3. sem við vorum að fjalla um áðan að gerð var tillaga um að málinu skyldi vísað til hv. umhvn. Spurningin er þá sú með tilliti til þeirrar umræðu sem þá fór fram hvort gerð sé tillaga um annað. (Gripið fram í: Til iðnn.) Það er gerð tillaga um hvort tveggja, umhvn. og iðnn., og verða fyrst greidd atkvæði um fyrri tillöguna, um að vísa málinu til umhvn.