Atvinnuleysistryggingar

Þriðjudaginn 25. febrúar 1997, kl. 17:30:16 (3920)

1997-02-25 17:30:16# 121. lþ. 77.8 fundur 171. mál: #A atvinnuleysistryggingar# (heildarlög) frv., 172. mál: #A vinnumarkaðsaðgerðir# frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur

[17:30]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það er Atvinnuleysistryggingasjóður sem borgar atvinnuleysisbæturnar og hann er ekki á vegum sveitarfélaganna. Hann er opinbert fyrirtæki á vegum ríkisins og hefur verið það hingað til af því iðgjöldin inn í hann hafa í reynd verið skattur. Það er reyndar að breytast. Þannig að það er verið að færa ákvörðunarvaldið frá sveitarfélögunum til ríkisins sem greiðir bæturnar. Áður var það þannig að sveitarfélögin tóku ákvörðun og miðluðu en þau borguðu ekki sjálf og það er alltaf hættulegt.

Varðandi það sem hv. þm. sagði um héraðsdómaraákvæðið í 17. gr. þá lagði ég fram tillögu í félmn. þar sem það ákvæði er strikað út að formaður og varaformaður þyrftu að vera héraðsdómarar.