Atvinnuleysistryggingar

Þriðjudaginn 25. febrúar 1997, kl. 17:55:01 (3924)

1997-02-25 17:55:01# 121. lþ. 77.8 fundur 171. mál: #A atvinnuleysistryggingar# (heildarlög) frv., 172. mál: #A vinnumarkaðsaðgerðir# frv., Frsm. minni hluta RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur

[17:55]

Frsm. minni hluta félmn. (Rannveig Guðmundsdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þá er það mál til lykta leitt að það verður ekki lagt starfsmanninum til lasts að hafa fengið upphringingu úr þinginu og vera beðin sem starfsmaður að senda skjöl niður í þing til fjölföldunar og er það gott. Ég vil hins vegar upplýsa ráðherrann um að þetta ,,eitthvert félag sem heitir Gróska`` er samtök ungs fólks innan stjórnmálaflokkanna, ungs fólks utan stjórnmálaflokkanna og þau héldu sinn stofnfund með glæsibrag þar sem mættu um 600 manns og væri eftirtektarvert ef einhver hinna grónu stjórnmálaflokka gæti haldið slíka fundi og vakið slíkan áhuga yngri sem eldri. Þetta vildi ég segja um Grósku.

Ég ætla aðeins, virðulegi forseti, að staldra áfram við tölurnar á skránni yfir atvinnulausa í Reykjavík. Það eru þessir sem eru 30--40 ára, en 89 þeirra hafa verið atvinnulausir í 52 vikur eða lengur. Það finnst mér mjög há tala. Það eru 61 50 ára sem hefur verið atvinnulaus í 52 vikur eða lengur, það eru 42 60 ára sem hafa verið atvinnulausir í 52 vikur eða lengur og það eru 64 sem eru fæddir 1927 og þar með 70 ára á þessu ári sem hafa verið atvinnulausir í 52 vikur eða lengur. Þetta þýðir 167 einstaklingar 50 ára eða eldri og ef við bætum þessum 89 30--40 ára við þá erum við komin með ansi háa tölu eða yfir 250 manns 30 ára og eldri sem hafa verið atvinnulausir í yfir 52 vikur. Það er mjög mikilvægt að þetta komi fram, virðulegi forseti.