Netaðgangur að Lagasafni

Miðvikudaginn 26. febrúar 1997, kl. 17:42:07 (3990)

1997-02-26 17:42:07# 121. lþ. 79.91 fundur 212#B netaðgangur að Lagasafni# (aths. um störf þingsins), MÁ
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur

[17:42]

Mörður Árnason:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. forseta fyrir greinargóð svör sem staðfesta í stuttu máli grun minn um þetta mál og mínar heimildir. Við kynnum að fá upp þá stöðu ef hæstv. utanrrh. og hans menn eru duglegir að geta okkur að kostnaðarlausu, þá á ég við menn utan þingsins, kallað fram EES-gerðir en standa frammi fyrir því að þurfa að borga fyrir landslög. Þá væri nú orðið --- hvernig er nú vísan um íslenska bitið sem er betra en það erlenda. Ég tel að ég hafi náð því markmiði mínu að vekja athygli á þessum undarlega hlut og væri ekki vanþörf á að menn færu eftir tilmælum síðasta hv. ræðumanns, Hjörleifs Guttormssonar þingmanns, um að forsn. athugaði þetta betur og flytti um það sérstakt frv. Ef í nauðirnar rekur gæti kannski Alþingi ráðið sér lögfræðing og farið í höfundarréttarmál við dómsmrn. um þessa texta að lokum.