Atvinnuleysistryggingar

Miðvikudaginn 26. febrúar 1997, kl. 18:03:13 (3997)

1997-02-26 18:03:13# 121. lþ. 79.2 fundur 171. mál: #A atvinnuleysistryggingar# (heildarlög) frv., KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur

[18:03]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Þegar upphaflegt frv. ríkisstjórnarinnar kom fram var því ætlað að ná 128 millj. kr. sparnaði. Frv. mætti mikilli andstöðu og stendur nú til að breyta fjölmörgum greinum til fyrra horfs þannig að þegar að lokinni þessari atkvæðagreiðslu verða lögin væntanlega í stórum dráttum eins og þau voru þegar sú nefnd sem hæstv. félmrh. skipaði hóf sitt starf. Flestar brtt. eru til bóta en eftir standa lög sem eru meingölluð og þarf að endurskoða.

Við kvennalistakonur munum greiða atkvæði með þeim brtt. sem við teljum vera til bóta, á móti öðrum og ýmist sitja hjá eða greiða atkvæði gegn einstökum greinum.