Atvinnuleysistryggingar

Miðvikudaginn 26. febrúar 1997, kl. 18:06:21 (3999)

1997-02-26 18:06:21# 121. lþ. 79.2 fundur 171. mál: #A atvinnuleysistryggingar# (heildarlög) frv., KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur

[18:06]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Hér er komið dæmi um það sem ríkisstjórnin er að draga til baka. Það stóð til að svipta ungt fólk á aldrinum 16--18 ára réttinum til atvinnuleysisbóta þó að það fólk hafi unnið sér þann rétt og greitt hafi verið tryggingagjald vegna þeirrar vinnu. Sem betur fer hefur meiri hlutinn séð að sér og við styðjum að sjálfsögðu þessa brtt. Rökin voru þau að það ætti að halda ungu fólki í skólum en meðan skólarnir bjóða ekki upp á nægilega fjölbreytni, þá er ekki forsvaranlegt að leggja það til að svipta þennan hóp réttinum til atvinnuleysisbóta.