Atvinnuleysistryggingar

Miðvikudaginn 26. febrúar 1997, kl. 18:33:57 (4009)

1997-02-26 18:33:57# 121. lþ. 79.2 fundur 171. mál: #A atvinnuleysistryggingar# (heildarlög) frv., SK (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur

[18:33]

Svanhildur Kaaber:

Herra forseti. Á meðan um það ríkir nokkur óvissa hvort ákvæði þetta eigi að vera afturvirkt eða ekki, þá tel ég það algjörlega fráleitt. Samkvæmt ákvæðinu eins og það stendur er verið að leggja til að skerða rétt til atvinnuleysisbóta þannig að hann geti að hámarki orðið fimm ár. Upphafspunktur skerðingarinnar er ekki einu sinni bara frá því að lögin eiga að taka gildi heldur frá og með 1. júlí 1994 og mér finnst þetta algjörlega fráleitt. Þannig er ráðist alveg sérstaklega að rétti þeirra sem hafa orðið fórnarlömb langtímaatvinnuleysis og ég segi nei við þessu ákvæði, herra forseti.