Vinnumarkaðsaðgerðir

Miðvikudaginn 26. febrúar 1997, kl. 18:37:43 (4010)

1997-02-26 18:37:43# 121. lþ. 79.3 fundur 172. mál: #A vinnumarkaðsaðgerðir# frv., KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur

[18:37]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Með þessu frv. sem hér kemur til atkvæða er verið að færa vinnumarkaðsmál frá sveitarfélögunum til ríkisins án þess að haldbær rök séu fyrir þeirri breytingu. Við kvennalistakonur erum andvígar þessari nýju stefnu ríkisstjórnarinnar. Með þessu frv. á að koma upp miklu ríkisbákni og færa ráðgjöf og úrræði frá fólkinu inn í miðstýrt kerfi sem alls er óljóst hvort muni virka. Við munum greiða atkvæði gegn ákveðnum greinum frv. en sitja hjá við aðrar. Ríkisstjórnin verður að bera ábyrgð á þessari vitleysu.