Tilkynning um dagskrá

Fimmtudaginn 27. febrúar 1997, kl. 10:35:00 (4018)

1997-02-27 10:35:00# 121. lþ. 81.91 fundur 214#B tilkynning um dagskrá#, Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur

[10:35]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Í dag, kl. 1.30, að loknu matarhléi, fer fram umræða utan dagskrár um stöðu eldri borgara í skatt- og almannatryggingakerfinu. Málshefjandi er Ágúst Einarsson en hæstv. fjmrh. Friðrik Sophusson verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 50. gr. þingskapa, hálftíma umræða.

Önnur umræða utan dagskrár verður kl. 2 síðdegis um öryggismál fiskiskipa og stöðugleikamælingar. Málshefjandi er Kristján Pálsson og hæstv. samgrh. Halldór Blöndal verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 50. gr. þingskapa, hálftíma umræða.