Utandagskrárumræður

Fimmtudaginn 27. febrúar 1997, kl. 14:09:47 (4047)

1997-02-27 14:09:47# 121. lþ. 81.98 fundur 226#B utandagskrárumræður# (um fundarstjórn), Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur

[14:09]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Vegna orða hv. þm. og tilvitnunar hans í 50. gr. þingskapa þar sem tímafresturinn er tvær klukkustundir vill forseti geta þess að almenna reglan er þrátt fyrir það sú að mun lengri aðdragandi er að þvílíkum umræðum sem hér um ræðir og raunar í flestum tilfellum margir dagar. Formenn þingflokka fá venjulegast upplýsingar með margra daga fyrirvara um hvað er í vændum. Forsætisnefnd hefur einnig reynt að setja mál þannig upp að utandagskrárumræður fari fyrst og fremst fram á mánudögum annars vegar og fimmtudögum hins vegar. Það er því álit forseta að þingmenn hafi að öllu jöfnu miklum mun lengri tíma til undirbúnings slíkra umræðna heldur en kveðið er á um í þingsköpum og heyrir til algerra undantekninga að utandagskrárumræður fari fram með jafnskömmum fyrirvara og hér um ræðir.