Utandagskrárumræður

Fimmtudaginn 27. febrúar 1997, kl. 14:10:56 (4048)

1997-02-27 14:10:56# 121. lþ. 81.98 fundur 226#B utandagskrárumræður# (um fundarstjórn), KÁ
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur

[14:10]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Vegna þessara ummæla hv. þm. Guðmundar Hallvarðssonar verð ég að segja það að sú umræða sem hér fór fram áðan var tilkynnt og kynnt fyrir a.m.k. tveimur dögum síðan. Eftir því sem ég best veit eru sendar út tilkynningar í öll hús sem Alþingi hefur til umráða þannig að þetta er náttúrlega spurningin um það að fylgjast með. Auðvitað kemur fyrir að umræður eru með stuttum fyrirvara og þannig erfitt að átta sig á því um hvað þær eru nákvæmlega og þá er náttúrlega einfaldast að leita til upphafsmannsins og fá upplýsingar um hvert inntak umræðunnar er. En að mínum dómi hefur öll þjónusta í kringum utandagskrárumræður batnað mjög með því einmitt að það eru sendar tilkynningar í hvert einasta hús þannig að þingmaðurinn þarf að halda vöku sinni.