Endurnýjun varðskipa

Mánudaginn 03. mars 1997, kl. 15:17:32 (4086)

1997-03-03 15:17:32# 121. lþ. 82.1 fundur 219#B endurnýjun varðskipa# (óundirbúin fsp.), GHall
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur

[15:17]

Guðmundur Hallvarðsson:

Herra forseti. Ég vil þakka dómsmrh. fyrir svörin og vænti þess að nefndin skili góðu starfi. Hins vegar vildi ég, vegna orða ráðherra, ítreka þann þátt sem snýr að Landhelgisgæslunni og er ekki hvað síst veigamikill, en það eru einmitt björgunarstörfin. Mér fannst ráðherra koma inn á það að eftirlit væri að breytast þannig að það þyrfti að skoða skipin í ljósi þess. Ég held að það væri umhugsunarefni hvort ekki væri möguleiki á að Gæslan tæki að sér meiri eftirlitsstörf og vildi beina þeirri fyrirspurn til dómsmrh. hvort ekki sé möguleiki á að sækja t.d. um styrk til smíði nýs varðskips, sem ég geri mér fulla grein fyrir að kostar mikið fé, en er ekki möguleiki á að sækja um styrk til Mannvirkjasjóðs NATO t.d. til þess að efla Gæsluna enn frekar? Mér skilst að ef einhver ákveðinn búnaður sé settur í varðskipin sem gæti jafnvel verið til þjónustu varðandi samstarf við NATO þá sé möguleiki á því að sækja úr þessum Mannvirkjasjóði og það gæti vissulega deilt kostnaði mjög miður, þ.e. minnkað byggingarkostnað Íslendinga.