Túlkaþjónusta fyrir heyrnarlausa utan sjúkrahúsa

Mánudaginn 03. mars 1997, kl. 15:22:18 (4090)

1997-03-03 15:22:18# 121. lþ. 82.1 fundur 220#B túlkaþjónusta fyrir heyrnarlausa utan sjúkrahúsa# (óundirbúin fsp.), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur

[15:22]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Nú hefur þessi þjónusta verið á höndum félmrn. þar sem fjárveiting til þjónustunnar hefur komið úr Framkvæmdasjóði fatlaðra þangað til núna. Þess vegna vil ég kalla eftir því aftur hjá hæstv. ráðherra hvað hann hyggst gera. Þetta er þjónusta sem hefur verið á hendi félmrn. Þjónustan er engin núna vegna fjárskorts. Ég var ekki, herra forseti, að spyrja um þetta ákveðna tilvik heldur var það bara dæmi um hvernig staðan er hjá einstökum heyrnarlausum sem ekki geta nýtt sér heilbrigðisþjónustuna vegna skorts á túlkaþjónustu. En ég kalla eftir svari því að vandi hinna heyrnarlausu er mjög mikill þegar þeir geta ekki fengið þessa þjónustu. Þess vegna spyr ég aftur: Hyggst hæstv. ráðherra bregðast við og taka á þessum vanda?