Stækkun járnblendiverksmiðjunnar

Mánudaginn 03. mars 1997, kl. 15:42:18 (4104)

1997-03-03 15:42:18# 121. lþ. 82.1 fundur 223#B stækkun járnblendiverksmiðjunnar# (óundirbúin fsp.), GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur

[15:42]

Guðjón Guðmundsson:

Herra forseti. Það er vissulega afleitt að ekki skuli geta orðið af stækkun verksmiðjunnar, alla vega ekki í bráð. Eins og ég lýsti áðan mundi það skipta mjög miklu máli fyrir þetta fyrirtæki ef hægt væri að fjölga ofnum þess úr tveimur í þrjá og það mundi stórbæta rekstur og afkomu fyrirtækisins. Reksturinn gengur að vísu mjög vel um þessar mundir og fyrirtækinu er vel stjórnað. Verðið er allt að því í hámarki. En það er svo með þennan rekstur að hann gengur í sveiflum og það eru ekki mörg ár síðan þetta fyrirtæki lenti í miklum hremmingum þegar verðfall varð á járnblendi á heimsmarkaði og trúlega kemur að því eftir einhver ár að það endurtaki sig. Þess vegna er það afleitt að ekki skuli geta orðið af þessari stækkun nú eins og gert hafði verið ráð fyrir, en ég þakka hæstv. iðnrh. fyrir svarið.