Atvinnuleysistryggingar

Mánudaginn 03. mars 1997, kl. 15:46:14 (4107)

1997-03-03 15:46:14# 121. lþ. 82.2 fundur 171. mál: #A atvinnuleysistryggingar# (heildarlög) frv., BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur

[15:46]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Alþb. hefur í umræðum hér í þinginu margsinnis gagnrýnt harðlega það frv. sem nú er verið að greiða atkvæði um. Upphaflega vegna þeirra áforma sem ríkisstjórnin hafði uppi um stórlega skerðingu á réttindum atvinnulausra með framlagningu þessa frv.

Nú þegar verstu agnúarnir hafa verið sniðnir af frv. þá stendur eftir innantóm umgjörð um þessi áform ríkisstjórnarinnar og tilgangslaus breyting á lögum um réttindi atvinnulausra. Alþb. mun því sitja hjá í atkvæðagreiðslu um þetta frv. og getur ekki stutt það eins og það liggur fyrir.