Sala afla á fiskmörkuðum

Mánudaginn 03. mars 1997, kl. 17:15:41 (4129)

1997-03-03 17:15:41# 121. lþ. 82.12 fundur 202. mál: #A sala afla á fiskmörkuðum# þál., TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur

[17:15]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. síðasti ræðumaður virðist ekki sjá fyrir sér nema tvo möguleika í viðskiptum. Annaðhvort opinbera miðstýringu eða lögboðinn uppboðsmarkað. Þessi fátækt í hugmyndafræði þingmannsins er mjög sérkennileg. Ég leyfði mér áðan að benda á til hvers það mundi leiða ef menn notuðu þessa hugmyndafræði sem einhverja grundvallarhugmyndafræði í sínum viðskiptum. Það mundi að sjálfsögðu leiða til hins mesta ófarnaðar. Ég sé ekki hvað hv. þm. á við þegar hann ímyndar sér --- þegar ég hef efasemdir um það hér og lýsi þeim --- að rétt sé að lögbjóða uppboðsmarkaði þá sé ég að leggja til að menn hverfi aftur til opinberrar miðstýringar. Svona langt er ekki hægt að ganga í útúrsnúningum, hv. þm.