Sala afla á fiskmörkuðum

Mánudaginn 03. mars 1997, kl. 17:37:52 (4135)

1997-03-03 17:37:52# 121. lþ. 82.12 fundur 202. mál: #A sala afla á fiskmörkuðum# þál., JBH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur

[17:37]

Jón Baldvin Hannibalsson (andsvar):

Herra forseti. Þessi málflutningur er allur í stílnum: Já, fiskmarkaðir, þeir eru ágætir til síns brúks, en ... Og síðan er byrjað að telja upp að það eru margvíslegir annmarkar á fiskmörkuðum og það er nú allt of langt gengið að allir sitji við sama borð og allur fiskur fari um fiskmarkaði sem viðskipti eru stunduð á. Þessir fyrirvarar koma eins og skrattinn úr sauðarleggnum í þessari röksemdafærslu. Mikið meira er ekki um það að segja í bili.