Félagsþjónusta sveitarfélaga

Þriðjudaginn 04. mars 1997, kl. 14:42:32 (4170)

1997-03-04 14:42:32# 121. lþ. 83.5 fundur 381. mál: #A félagsþjónusta sveitarfélaga# (félagsmálanefndir, ráðgjöf, fjárhagsaðstoð o.fl.) frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur

[14:42]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég veit ekki hvort ég hef misskilið hæstv. ráðherra. Ég var að spyrja hæstv. ráðherra hvað hann ætlaði að gera með þær upplýsingar sem hann var með og hann hafði fengið út úr spurningavagninum og sem voru á þá leið að 8--9% aðspurðra urðu að hætta í skóla vegna fátæktar framfærenda og svarið við því var að nefnd hafði verið skipuð varðandi tekjustöðu bænda. Eru þetta þá aðallega börn bænda sem þarna eiga í hlut? Ég hlýt eitthvað að hafa misskilið hæstv. ráðherra. Alla vega vildi ég gjarnan fá skýringu á þessu.