Tilkynning um dagskrá

Þriðjudaginn 11. mars 1997, kl. 13:04:38 (4238)

1997-03-11 13:04:38# 121. lþ. 87.91 fundur 235#B tilkynning um dagskrá#, Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur

[13:04]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Forseti vill geta þess að að lokinni utandagskrárumræðu, sem fram fer áður en gengið er til dagskrár og gerð verður grein fyrir hér á eftir, munu fara fram atkvæðagreiðslur. Þær verða um kl. 2, þegar utandagskrárumræðunni lýkur.

Í dag upp úr kl. 4 síðdegis fer fram utandagskrárumræða um skattatillögur ríkisstjórnarinnar. Málshefjandi er Sighvatur Björgvinsson. Forsrh., Davíð Oddsson, verður til andsvara. Sú umræða mun standa í hálftíma.