Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Þriðjudaginn 11. mars 1997, kl. 14:50:33 (4268)

1997-03-11 14:50:33# 121. lþ. 87.5 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur

[14:50]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Það sem fram kom í Morgunblaðinu og var vitnað í er allt saman hárrétt. Því með þeirri breytingu að opna hlutafélögin, sem verða til að byrja með í eigu ríkisins, þannig að einstaklingar og einkaaðilar geti eignast samanlagt allt að 35% af hlutafé í viðkomandi stofnun er verið að opna fyrir nýja aðila, einkaaðila, til að koma inn í bankakerfið.

Að því er hv. þm. vitnaði í skýrslu frá fyrrv. hæstv. viðskrh. um eignatengslin þá er það rétt. Sú skýrsla var unnin á vegum Samkeppnisstofnunar. Með hana hefur ekki neitt verið gert hvorki í tíð núv. viðskrh. né tíð fyrrv. viðskrh. Hún hefur legið sem merkilegt plagg, engu að síður, í viðskrn. En það er stefnuyfirlýsingin sem skiptir höfuðmáli sem fram kemur í því frv. sem hér er búið að mæla fyrir, að það er stefnt að dreifðri eignaraðild og hlutafjáraukningin verður í höndum ríkisstjórnarinnar. Þar verður farið eftir þeirri stefnuyfirlýsingu sem gefin er í viðkomandi lagafrv.