Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Þriðjudaginn 11. mars 1997, kl. 18:01:28 (4299)

1997-03-11 18:01:28# 121. lþ. 87.5 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur

[18:01]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Eins og ég lýsti hér yfir þá liggur það alveg fyrir að íslenskt peningakerfi er um það bil helmingi dýrara en í okkar viðskiptalöndum og það er ekki þar með sagt að það skipti máli hvaða stofnanir það eru. Og það er ekki eingöngu hvað þeir tapa af peningum, það er minna. Það er rekstrarkostnaður þessara stofnana sem er helmingi of hár. Þetta er vandamálið vegna þess að þeir hafa verið að taka vaxtamismun sem eru helmingi hærri en almennt eru teknir og þrátt fyrir það eru þjónustugjöldin helmingi hærri en vanalega og á flestum stöðum eru þekkt.

Það breytir engu fyrir bankana þó að aðrar stofnanir séu líka illa rekar og engin afsökun fyrir þá. Þess vegna er svar hv. þm. eins og skógarferð. Hann segir enga sögu um það sem ég var að benda honum á að hann hefði misskilið í þessu frv. Við erum að reyna að koma á frjálsum viðskiptum. Við eigum að reyna að auka hér samkeppni til þess að feta það stig sem við þekkjum að hefur gagnast best í heiminum til þess að lækka rekstrarkostnað. Þess vegna styð ég þetta frv.