Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Þriðjudaginn 11. mars 1997, kl. 18:29:20 (4311)

1997-03-11 18:29:20# 121. lþ. 87.5 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., GHH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur

[18:29]

Geir H. Haarde (andsvar):

Herra forseti. Ríkið yrði að sjálfsögðu laust undan ábyrgð eigenda sem slíkra en vissulega hefur ríkið almennum skyldum að gegna í þjóðfélaginu, m.a. þeim að setja löggjöf, rammalöggjöf um bankastarfsemi eins og gert hefur verið. Við höfum gjörbreytt hér á undanförnum árum löggjöfinni um viðskiptabanka og mjög margt annað og með dyggilegri aðstoð Alþfl. á undanförnum árum hefur það verið gert. Vissulega mun ríkið áfram hafa skyldum að gegna í peningamálum og í fjármálaheiminum á Íslandi þó að það muni ekki eiga viðskiptabankana. En þær skyldur eru allt annars eðlis og algjörlega óháðar því hvort íslenskir skattgreiðendur binda milljarða kr. í hlutum í þessum stofnunum eins og nú er gert. Þessa peninga væri hægt að nota með mjög eftirsóknarverðum hætti í margt annað heldur en nú er gert.