Umhverfisáhrif frá álverinu í Straumsvík

Miðvikudaginn 12. mars 1997, kl. 14:11:02 (4338)

1997-03-12 14:11:02# 121. lþ. 88.3 fundur 392. mál: #A umhverfisáhrif frá álverinu í Straumsvík# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., KPál
[prenta uppsett í dálka] 88. fundur

[14:11]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Ég vil byrja á því að þakka fyrirspyrjanda, hv. þm. Ísólfi Gylfa Pálmasyni, fyrir að koma með þessa fyrirspurn sem mér finnst mjög tímabær því að það hefur verið nokkuð mikið um það að vitnað hafi verið í umrædda rannsókn og hún notuð til grundvallar í umræðu sem nú er um álver almennt.

Eins og kom fram hjá hv. þm. Hjörleifi Guttormssyni þá er þessi rannsókn orðin 10 eða 12 ára gömul og mjög margt búið að gerast í mengunarvörnum álversins í Straumsvík sem hefur leitt til þess að mengun er ekki mælanleg í gróðri, svo sem laufi, grasi og öðrum gróðri sem er í kringum álverið í ákveðnum radíusi fremur en var fyrir starfrækslu álversins 1969, en það var byrjað á þessum rannsóknum 1968. Það er því mjög nauðsynlegt að þetta komi fram svo að hægt sé að (Forseti hringir.) eyða allri tortryggni um það að þarna séu einhverjir erfiðleikar á ferðinni sem eru alls ekki.