Umhverfisáhrif frá álverinu í Straumsvík

Miðvikudaginn 12. mars 1997, kl. 14:13:48 (4340)

1997-03-12 14:13:48# 121. lþ. 88.3 fundur 392. mál: #A umhverfisáhrif frá álverinu í Straumsvík# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., Fyrirspyrjandi ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 88. fundur

[14:13]

Fyrirspyrjandi (Ísólfur Gylfi Pálmason):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. umhvrh. fyrir svörin og ég vil þakka þá hvatningu sem ég hef fengið frá hv. þm. Hjörleifi Guttormssyni. Hann leggur ævinlega mjög gott til málanna þegar verið er að ræða um þessi mál. Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki þessar upplýsingar sem hv. þm. Margrét Frímannsdóttir kemur með hér í ræðustól, svipað og þegar ég hlustaði á þann ágæta þingmann í útvarpinu á leið minni frá Hvolsvelli til Reykjavíkur, þá hafði ég ekki þær upplýsingar sem hún var með. Það var einmitt þess vegna sem ég (Gripið fram í.) fór fram á það við hæstv. umhvrh. að fá upplýsingar um þetta og ég hlakka til þegar þessar upplýsingar verða birtar opinberlega í Náttúrufræðingnum áður en langt um líður.