Vinnubrögð við niðurskurð í rekstri sjúkrahúsa á landsbyggðinni

Miðvikudaginn 12. mars 1997, kl. 16:19:33 (4380)

1997-03-12 16:19:33# 121. lþ. 89.95 fundur 240#B vinnubrögð við niðurskurð í rekstri sjúkrahúsa á landsbyggðinni# (umræður utan dagskrár), ÁMM
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur

[16:19]

Árni M. Mathiesen:

Herra forseti. Hv. þm. Össur Skarphéðinsson sýnir hæstv. heilbrrh. mikla ósanngirni í þessu máli því verið er að beita nýjum vinnubrögðum í heilbrrn., faglegum vinnubrögðum, þar sem tekið er tillit til íbúafjölda, þjónustustigs og síðan annarra breytilegra þátta á svæði sjúkrahúsanna. Slík vinnubrögð voru ekki viðhöfð í heilbrrn. á síðasta kjörtímabili. Þá lögðu ráðherrar Alþfl. til allt að 50% niðurskurð á sjúkrahúsum hér á höfuðborgarsvæðinu, t.d. á St. Jósefsspítalanum. Þar var niðurskurðurinn 26% á einu ári. Það er hvergi í þessum tillögum verið að leggja til slíkan niðurskurð í þessum sjúkrahúsum. Ég endurtek að þetta er ósanngirni í garð hæstv. ráðherra. Það er verið að viðhafa hér fagleg vinnubrögð sem eru til mikilla bóta frá því sem var á síðasta kjörtímabili.