Vinnubrögð við niðurskurð í rekstri sjúkrahúsa á landsbyggðinni

Miðvikudaginn 12. mars 1997, kl. 16:28:31 (4386)

1997-03-12 16:28:31# 121. lþ. 89.95 fundur 240#B vinnubrögð við niðurskurð í rekstri sjúkrahúsa á landsbyggðinni# (umræður utan dagskrár), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur

[16:28]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka fyrir þessa umræðu. ,,Lengra tilhlaup í þetta stökk,`` sagði hv. málshefjandi, (Gripið fram í.) sá málshefjandi sem studdi 800 millj. kr. sparnað á einu ári á sjúkrahúsum úti á landi. (ÖS: Bull og vitleysa.) Nú hefur hann gleymt því. Mér finnst að málshefjandi hafa orðið sér til ævarandi skammar með þessum umræðum hér í dag. Ég verð að segja það. Vegna þess að það hefur komið fram hjá nefndarmönnum sem hér hafa talað nákvæmlega hvar málin eru stödd og hvernig unnið er að málum eðlilega á sama hátt og var samþykkt hér við fjárlagagerðina. Ég vil því ljúka máli mínu með því sem fyrrv. hæstv. heilbrrh., hv. þm. Guðmundur Árni Stefánsson, sagði áðan: Hætta skal hverjum leik þá hæst hann stendur. Það gerði hv. þm. En ég veit að ríkisstjórnin og stjórnarliðar hafa styrk til þess að vinna sitt verk í samvinnu við þjóðina.