1997-03-13 10:34:33# 121. lþ. 90.95 fundur 243#B samkomulag um stækkun verksmiðju Íslenska járnblendifélagsins hf. og um breytingu á eignaraðild# (umræður utan dagskrár), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur

[10:34]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Áður en gengið verður til dagskrár mun hæstv. iðnrh. flytja tilkynningu um samkomulag um stækkun verksmiðju Íslenska járnblendifélagsins hf. og um breytingu á eignaraðild, en síðar fara fram umræður um tilkynninguna.

Það er tillaga forseta að umræða um tilkynninguna fari þannig fram að ráðherra hafi fimm mínútur, talsmenn þingflokka fjórar mínútur en aðrir sem kunna að vilja taka til máls um tilkynninguna hafi tvær mínútur. Við gerum ráð fyrir að umræðan standi í um það bil hálfa klukkustund. Ef ekki eru athugasemdir við að hafa þennan hátt á umræðunni skoðar forseti það samþykkt.