Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf.

Fimmtudaginn 13. mars 1997, kl. 18:55:18 (4452)

1997-03-13 18:55:18# 121. lþ. 90.3 fundur 408. mál: #A Fjárfestingarbanki atvinnulífsins# frv., 407. mál: #A Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins# frv., BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur

[18:55]

Bryndís Hlöðversdóttir (andsvar):

Herra forseti. Enn og aftur: Þarna er ekki um nokkurn einasta misskilning að ræða af minni hálfu. Það sér hver einasti maður sem les þetta frv. og sem les athugasemdirnar með frv. að þar er ákveðnum atvinnugreinum tryggð sérstök aðkoma og þeim einum er tryggð seta í stjórn sjóðsins. Ég sé ekki út af hverju hæstv. ríkisstjórn hefur séð sérstaka ástæðu til að setja þarna gæslumenn tveggja atvinnugreina þegar nýsköpun á sér vissulega stað í mörgum öðrum atvinnugreinum heldur en þeim tveimur nema til þess eins, eins og fram kemur í athugasemdum, að þóknast forsvarsmönnum hagsmunasamtaka í sjávarútvegi og iðnaði sem telja sig eiga þessa sjóði. Þó að hæstv. ríkisstjórn sé að reyna að halda því fram af veikum mætti, sem vissulega er rétt, að sjóðirnir séu í eigu ríkisins þá er þarna gengist við því sem þessir fulltrúar hafa haldið fram að þessir sjóðir séu í eigu iðnaðarins og sjávarútvegsins.