Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf.

Fimmtudaginn 13. mars 1997, kl. 20:55:40 (4462)

1997-03-13 20:55:40# 121. lþ. 90.3 fundur 408. mál: #A Fjárfestingarbanki atvinnulífsins# frv., 407. mál: #A Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins# frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur

[20:55]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Hvað varðar þá fyrirspurn sem hv. þm. Pétur Blöndal beindi til mín þá hafa þeir tveir hv. þm. sem síðast töluðu svarað þeirri spurningu. Auðvitað er það svo að þingnefnd getur gert tillögur um hvaða breytingar sem er á viðkomandi frv. eins og hér hefur verið sagt, hún er frjáls að því. Hér er hins vegar um stjórnarfrv. að ræða sem ég veit að nýtur þingmeirihluta. Sé það svo, sem ég hef ekki enn þá sannreynt, að meiri hluti efh.- og viðskn. sé á móti málinu þá er það auðvitað þingið sem tekur endanlega ákvörðun um það hvað hér verður samþykkt en það er ekki lögfest í efh.- og viðskn., það er mikill misskilningur.