Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf.

Fimmtudaginn 13. mars 1997, kl. 22:08:29 (4483)

1997-03-13 22:08:29# 121. lþ. 90.3 fundur 408. mál: #A Fjárfestingarbanki atvinnulífsins# frv., 407. mál: #A Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins# frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur

[22:08]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Í heild sinni fyrir báða sjóðina verður vaxtamunurinn minni. Þegar miðað við fyrsta ár, þessi 1,8%, þá fá menn út arðsemi eigin fjár upp á 8,1%. Síðan er gert ráð fyrir að þessi vaxtamunur geti farið minnkandi vegna þess að hagræðingin kemur ekki öll á fyrsta ári. Hún kemur þegar árin líða, þegar menn ná betri tökum á rekstri viðkomandi banka. Menn telja að þeir komist kannski niður í 1,5% eða jafnvel neðar.