Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins

Mánudaginn 17. mars 1997, kl. 15:15:11 (4503)

1997-03-17 15:15:11# 121. lþ. 91.4 fundur 407. mál: #A Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins# frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur

[15:15]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Við alþýðubandalagsmenn flytjum hér skylt mál í þinginu, þ.e. frv. til laga um áhættu- og nýsköpunarlánasjóð. Því frv. var vísað til hv. iðnn. Eins og fram kom í umræðum um málið hér á dögunum munum við óska eftir því í framhaldi af því að þessu máli verður vísað til efh.- og viðskn. að okkar mál verði flutt úr hv. iðnn. og vistað í efh.- og viðskn. Sömuleiðis vil ég ítreka, herra forseti, það sjónarmið sem fram kom í umræðunum um Lánasjóð landbúnaðarins að ég er þeirrar skoðunar að sá sjóður og sú umræða ætti betur heima í efh.- og viðskn. Ég geri mér hins vegar ljóst að líklega er þingmeirihluti fyrir hinu en ég mun ekki greiða atkvæði með því að það mál fari til landbn.