Breytingar í lífeyrismálum

Mánudaginn 17. mars 1997, kl. 15:25:44 (4508)

1997-03-17 15:25:44# 121. lþ. 91.1 fundur 247#B breytingar í lífeyrismálum# (óundirbúin fsp.), ÁE
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur

[15:25]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Það er alveg augljóst af blaðafréttum og viðtölum við hæstv. forsrh. að frv. var upphaflega gert þannig úr garði að það átti að taka hluta af 10% hlutanum. Hann átti að geta runnið út á hinn frjálsa markað. Breytingin sem varð var sú að það er staðnæmst við 10%. Þannig skil ég frásagnir fjölmiðla, þannig skil ég yfirlýsingar forsrh. Það er alveg ljóst að í upprunalega frv. var verið að skerða möguleika núverandi lífeyrissjóðakerfis í þeirri uppstokkun sem átti að eiga sér stað. Og það sem er ámælisvert varðandi þennan þátt er að þetta skuli bera að með þessum hætti í viðkvæmri stöðu í kjaramálum, unnið allt að því í skjóli nætur í fjmrn. án þess að hafa eðlilegt samráð við stéttarfélögin í svona viðkvæmu máli. Ég hélt að þessi ríkisstjórn væri búin að fá nóg af því að lenda upp á kant við stéttarfélögin vegna samráðsleysis en ég sé að það er hennar stefna að vilja viðhafa þessi vinnubrögð.