Dómur Hæstaréttar um jafnrétti til launa

Mánudaginn 17. mars 1997, kl. 15:39:43 (4517)

1997-03-17 15:39:43# 121. lþ. 91.1 fundur 249#B dómur Hæstaréttar um jafnrétti til launa# (óundirbúin fsp.), KÁ
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur

[15:39]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Mér þykir þessi túlkun hæstv. fjmrh. afar undarleg. Málið snýst um hvort jafnréttislögum er fylgt og hvort vinnuveitendur sinna þeirri skyldu sinni að greiða sömu laun fyrir sömu vinnu óháð því í hvaða stéttarfélagi fólk er. Við vitum ósköp vel að sá leikur hefur verið leikinn stundum að kalla störf sitt hvoru nafninu þó um nákvæmlega sama starfið sé að ræða, en oft er á grundvelli þess að menn eru í öðru stéttarfélagi samið öðruvísi. Ég vil bara benda á það sem kemur fram í Morgunblaðinu sl. laugardag að opinberir starfsmenn eru ekkert sammála þessari túlkun. Það kom hér greinilega fram þegar verið var að ræða lögin um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna að það er hreint ekki sameiginlegur skilningur á því hvað þessi félagslegu réttindi þýða sem vissulega eru í sumum tilvikum meiri meðal opinberra starfsmanna, en málið snýst um það að fólkið sem er að vinna hlið við hlið, sama starfið, fái sömu grunnlaun fyrir það.