Arnarholt

Mánudaginn 17. mars 1997, kl. 15:47:29 (4524)

1997-03-17 15:47:29# 121. lþ. 91.1 fundur 251#B Arnarholt# (óundirbúin fsp.), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur

[15:47]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Vegna þeirrar fyrirspurnar sem hér er fram borin um breytingar sem urðu í Arnarholti á sl. ári þá er því til að svara að það eru stjórnendur Sjúkrahúss Reykjavíkur sem fara alfarið með stjórn þessara mála. Það er ekki ákveðið í heilbrrn. hvort þessi eða aðrar deildir eru opnar. Sjúkrahús Reykjavíkur hefur vissar fjárveitingar og innan þess fjárlagaramma munu þeir stjórna sínu sjúkrahúsi. Ég get ekki svarað því hvort sú ákveðna deild sem hér er um að ræða verður opnuð eður ei. En þarna urðu vissir tilflutningar eins og hv. þm. man. Það voru sjúklingar inni á Arnarholti sem fluttust í annað hús, líka vegna þess að húsið þótti ófullnægjandi og á því þurfti að gera vissar breytingar og lagfæringar. Ég veit ekki hvort þær lagfæringar hafa átt sér stað.