Lögræðislög

Mánudaginn 17. mars 1997, kl. 18:07:10 (4553)

1997-03-17 18:07:10# 121. lþ. 91.8 fundur 410. mál: #A lögræðislög# (heildarlög) frv., JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur

[18:07]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Hér er vissulega um stjfrv. að ræða og tekur á mörgum þörfum málum varðandi þessi mikilvægu atriði sem frv. innifelur. Við höfum rætt það í þingflokki Framsfl. að sjálfsögðu. Við gerum fyrirvara við 1. lið 1. gr., við viljum ræða það mál, fara yfir rök og gagnrök í nefnd. Það lá fyrir þegar leyfð var framlagning á þessu frv. Við vildum ekki koma í veg fyrir að þetta þarfa mál færi til umfjöllunar í allshn. en áskiljum okkur rétt til að skoða 1. lið 1. gr. nánar og fara yfir öll þau atriði sem koma fram en þegar liggja fyrir eins og kom fram hjá hv. síðasta ræðumanni mikil gögn í nefndinni varðandi þetta mál.

Ég svara fyrirspurn hennar þannig að við erum með fyrirvara um þetta atriði og áskiljum okkur rétt til að skoða það sérstaklega í meðförum allshn.