Lögræðislög

Mánudaginn 17. mars 1997, kl. 18:55:02 (4562)

1997-03-17 18:55:02# 121. lþ. 91.8 fundur 410. mál: #A lögræðislög# (heildarlög) frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur

[18:55]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Alltaf batnar málflutningur ráðherrans því oftar sem hann talar um þetta málefni að því er varðar hækkun á sjálfræðisaldrinum. Mér finnst hann kannski vera miklu nær því heldur en hann var í sinni fyrstu framsögu. Mér heyrist af orðum hans að hann sé ekki búinn að njörva sig niður alveg óháð öllum rökum um að ekki beri að hækka sjálfræðisaldurinn og að hann muni taka afstöðu til þess þegar meirihlutaálit liggur fyrir. Það er fagnaðarefni, herra forseti.