Happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna

Mánudaginn 17. mars 1997, kl. 18:59:59 (4566)

1997-03-17 18:59:59# 121. lþ. 91.10 fundur 414. mál: #A happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna# (rekstrarleyfi) frv., dómsmrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur

[18:59]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Frv. þetta er flutt út af beiðni stjórnar Happdrættis Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Þar er lagt til að leyfi Dvalarheimilis aldraðra sjómanna til að reka happdrætti á þann hátt sem verið hefur frá 1954 verði framlengt um tíu ár eða til ársloka 2007. Leyfi til rekstursins var síðast framlengt með lögum nr. 24/1987 og þá til ársloka 1997. Nýtt happdrættisár hefst 1. maí 1997 og þarf því að liggja fyrir heimild til áframhaldandi happdrættisreksturs fyrir þann tíma. Því er lagt til í 2. gr. að lögin öðlist gildi 30. apríl 1997.

Það er ósk mín, herra forseti, að frv. fái af þessum sökum skjóta meðferð í þinginu og ég legg til að því verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. allshn.