1997-03-18 16:05:08# 121. lþ. 92.95 fundur 258#B áform ríkisstjórnarinnar um breytingar á lífeyriskerfinu og kaup Landsbankans á 50% hlut í Vátryggingafélagi Íslands hf.# (umræður utan dagskrár), félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur

[16:05]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Mér þótti þetta nokkuð kúnstugt upphlaup út af lífeyristryggingunum. Menn ruku allt í einu upp með getsakir og upphrópanir um að ríkisstjórnin ætlaði að eyðileggja samhjálpartilgang lífeyrissjóðanna. Ég vil bara taka það fram að það stendur ekki til og það verður ekki gert.

Ríkisstjórnin hefur aldrei áformað eða rætt, hvað þá ákveðið, að rústa lífeyrissjóðina. Það liggur fyrir að þeir koma til með að halda sínum 10%.

Í öðru lagi, sveitarfélögin ráða Brunabót. Þar af leiðandi liggur það í hlutarins eðli að söluandvirðið hlýtur með einum eða öðrum hætti að renna til sveitarfélaganna.