Staðan í samningamálum

Miðvikudaginn 19. mars 1997, kl. 13:41:51 (4629)

1997-03-19 13:41:51# 121. lþ. 93.91 fundur 259#B staðan í samningamálum# (aths. um störf þingsins), GE
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur

[13:41]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Vegna orða hv. þm. Kristínar Ástgeirsdóttur vil ég bara að það komi fram að í mínum huga leikur ekki hinn minnsti vafi á að samningurinn sem gerður var og undirritaður í gærkvöldi verði felldur. Hann mun ekki verða samþykktur þó svo hann fari í gegnum eitthvert ferli.

Ég óttast meira. Ég óttast líka að Iðjusamningurinn, sem núna er í atkvæðagreiðslu verði felldur. Það er slík undiralda í þjóðfélaginu. Þess vegna, herra forseti, bið ég um það undir þessum þingskapalið að þetta frv. sem ég ræddi um verði tekið nú þegar til hraðrar umfjöllunar. Það liggja fyrir 16--20 umsagnir, allar jákvæðar. Reyndar kom það fram hjá mér að það var síst frá ASÍ vegna þess að ASÍ telur að svona frv. þurfi að vera nákvæmlega útfært. Þetta frv. hljóðaði upp á 80 þús. kr. lágmarkslaun sem er nánar skilgreint 70 þús. kr. grunnlaun plús orlof. Einfaldara gat það ekki verið og einfalt hlaut það að verða þar sem ég lagði málið fram á þingi til umfjöllunar.