Tæknifrjóvgun

Miðvikudaginn 19. mars 1997, kl. 14:24:15 (4647)

1997-03-19 14:24:15# 121. lþ. 93.2 fundur 393. mál: #A tæknifrjóvgun# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., MF
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur

[14:24]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Þegar frv. um tæknifrjóvgunina voru hér til umræðu, voru, eins og menn muna, um það miklar deilur og nefndin lagði í störfum sínum og í áliti, og það kom fram hér í umræðu, afar mikla áherslu á að gengið yrði frá öllum reglugerðum hið fyrsta. Nú er liðið hátt í ár frá því að frv. var samþykkt á Alþingi og það verður að teljast mjög einkennilegt að ekki hafi verið gengið frá því fyrr en núna í janúar hver það væri sem ætti að setja þær reglugerðir sem hér um ræðir, sérstaklega í ljósi þess að fallið hefur dómur í máli sem var einmitt til umræðu í nefndinni á meðan þetta mál var til umfjöllunar og þar sem reynir m.a. einmitt á þau ákvæði sem hv. þm. Hjörleifur Guttormsson er að spyrja hér um.