Tæknifrjóvgun

Miðvikudaginn 19. mars 1997, kl. 14:28:50 (4649)

1997-03-19 14:28:50# 121. lþ. 93.2 fundur 393. mál: #A tæknifrjóvgun# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur

[14:28]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Ég vil aðeins upplýsa það að gefnu því tilefni sem þessar umræður gefa að það þótti eðlilegt í dómsmrn. að þessi málaflokkur yrði færður undir heilbrrn. Það má vissulega segja að það hafi dregist um of af hálfu dómsmrn. að gera formlegar ráðstafanir til þess að óska eftir því við forsrn. að málaflokkurinn yrði færður yfir til heilbrrn. Ég skal fúslega viðurkenna að það hafi dregist lengur en æskilegt hefði verið þannig að það er ekki hægt að sakast við hæstv. heilbrrh. að mínu mati um það að dregist hefur að setja þær reglugerðir sem hér um ræðir.