Hættumat vegna virkjanaframkvæmda

Miðvikudaginn 19. mars 1997, kl. 14:41:10 (4655)

1997-03-19 14:41:10# 121. lþ. 93.3 fundur 419. mál: #A hættumat vegna virkjanaframkvæmda# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., iðnrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur

[14:41]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson):

Herra forseti. Ég held að erfitt sé að svara spurningu hv. þm. um hvort hægt sé að koma upp frekari vörnum í þessum efnum. Það er auðvitað gengið út frá því í hönnun þessara mannvirkja að þau þoli það álag sem reiknað er með. Fari svo að þessi mannvirki bresti vegna eldsumbrota eða annarra jarðhræringa eða hverju sem væri, held ég að þar væri hægt að koma, því miður, mjög litlum vörnum við. Það sem mér finnst vera hins vegar mikilvægast í ljósi þess að við höfum yfir tækjabúnaði og mikilli þekkingu að ráða, er að vera með eins mikla vöktun á þessu svæði og nokkur kostur er þannig að hægt verði að grípa til aðgerða sé vá fyrir dyrum. Ég held að það sé það mikilvægasta sem við getum gert á þessu sviði.